Sagnkerfið Einstígi eftir Stíg T. Herlufsen
Kerfi þetta byggist á nákvæmri talningu punkta beggja handa.
Nauðsynlegt er að vanda sig í þeim efnum.
Nú hefur annar aðilinn opnað sagnir og þá tekur félaginn við
stjórninni og stýrir spilinu í lokasögn. Í þeim tilvikum þegar
opnari er með sterk spil, en félagi afmeldar, þá veit opnari
nokkurn veginn hversu hátt má fara !
Til þess að nýta sagnrýmið sem allra best, er í kerfi þessu ætlast
til að sagðar séu eins lágar sagnir og kostur er. Það þýðir að
fyrst á að segja lauflitinn, svo tígul, og svo framvegis. Skiptir þá
engu hvor liturinn er lengri eða sterkari. Hafi félagi sleppt því
að segja einhvern lit, þá er ljóst að liturinn er ekki sagnhæfur.
Þá þarft þú að vera með fimm í þeim lit til þess að segja hann.
Í þessu kerfi er það nýmæli að hægt er að gefa félaga upplýsingar
um þrílit í hálit. Til dæmis hefur félagi sagt hjarta og þú hefur þrjá
spaða, þá átt þú að segja grand. Eins er þegar félagi hefur spaðasögn
og þú ert með þrjú hjörtu, þá skaltu segja grand. Þetta gerist alltaf
á lágu sagnstigi. Í þeim tilvikum þegar félagi hefur opnað og þú
hefur fimm eða fleiri spil í litnum máttu segja pass í staðin fyrir
að afmelda.

Talning punkta:

Ás................ 4 punktar............. Eyða....... 3 punktar
Kóngur........ 3 ......................... Einspil.....2 .........
Drottning..... 2 ........................ Tvíspil......1.........
Gosi.............. 1

Þess utan eru punktar taldir í ofurskiptingu þegar ellefu spil eru
í tveimur litum og bætast þá þrír punktar við, og svo aðrir þrír
punktar ef tólf spil eru í tveimur litum, það er sex punktar.
Þessir punktar bætast við hina punktana !
Athugið að ef kóngur eða drottning eru stök (einspil) dregst
1 punktur frá og einnig þegar hjón eru tvíspil.
Þannig er stakur kóngur 4 punktar (kóngur 2 einspil 2),
stök drottning 3 punktar (drottning 1 einspil 2),
stakur gosi 2 punktar (gosi 0 einspil 2).
Hjón tvíspil eru 5 punktar (kóngur 2,5 drottning 1,5 tvíspil 1).

Opnanir:

Sögn: .............. Punktar:
1 Lauf ............. 12 – 13
1 Tígull............ 14 – 15
1 Hjarta ........... 16 – 17
1 Spaði ............ 18 –19
1 Grand ........... 20 – 21
2 Lauf ............. 22 – 23
2 Tíglar ........... 24 – 25
2 Hjörtu .......... 26 – 27
2 Spaðar ......... 28 – 29
2 Grönd........... 30 – 32

Svarhönd leggur saman sína punkta við félagans og liggur
þá fyrir hversu marga slagi má búast við að fáist í spilinu.
Ef samanlagður punktafjöldi er 21-22 þá ættu að fást sjö
slagir í grandi eða 8 slagir í litarsamningi.
23-24 punktar einum slag meira. Þetta er að sjálfsögðu ekki
game og félagi opnara mun því afmelda.
Hins vegar með samanlagða 25+ punkta er reynt að komast í game.
Til þess að fá ellefu slagi þarf 28 punkta (5 Lauf eða 5 Tígla sagnir).
Ef punktar nægja ekki í 11 slagi þýðir ekkert að fara í 5 Lauf eða
5 Tígla.
Hálfslemma er æskilegur samningur þegar punktar eru 33 – 35.
Alslemma 36+ punktar.
Ef andstaðan kemur inn á sagnir eftir opnara verður svarhönd
opnara að dobla til þess að vera jákvæður, annars segir hann
einungis litarsögn eða pass. Hafi félagi opnað og millihönd doblar
skal redobla með styrk í game.
Hins vegar með samanlagða 25+ punkta er reynt að komast í game.
Þrátt fyrir punktastyrk er ekki sjálfgefið að game sé í spilinu !
Sérstaklega þegar um lágliti er að ræða þar sem 28 punktar eru
nauðsyn.

Dæmi um sagnir:

Sagnir félaga upplýsa vel hvað hann getur ekki sagt
í dæmunum hér fyrir neðan.

Opnun: Svar:
1.
1 Lauf.........................................1 Grand = 3 og 3 í hálitum
(er ekki með 4 Hjörtu eða 4 Spaða)
1 Tígull ......................................1 Grand = 3 spil í Hjarta
(er ekki með 4 Hjörtu)
1 Hjarta ......................................1 grand = 3 spil í Spaða
---
2.
1 Tígull ..................................1 Spaði
1 Grand ................................. = 3 spil í Hjarta
---
3.
1 Hjarta .................................2 Spaðar = lofar aðeins 4 í litnum
og neitar 4 hjörtum! (1 Spaði er afmelding)
---
4. 
 1 Tígull ................................... 2 Tíglar = neitar 4 lit í Spaða
og Laufi en getur verið með 3 spil í Spaða.
---
5.
1 Grand .................................. 3 Lauf (neitar 4 Tíglum, 4 Hjörtum
og 3 og 3 í Hjarta og Spaða).
---
6.
1 Grand .................................. 2 Grönd = 3 og 3 í hálitunum og
neitar 4 tíglum.
---
7.
1 Hjarta .................................. 3 Spaðar = 6+ litur
---
8. 
1 Lauf ..................................... 2 Spaðar = 6+ litur
(sjá dæmi 3, 1 Spaði afmelding).
---
9. 
1 Spaði .................................. 2 Lauf = 4 litur (neitar 3 Hjörtum)
2 Tíglar .................................. 3 Spaðar = 6+ litur. Hér er
svarhöndin með 10 spil í svörtu litunum en segir4 litinn á undan
eins og kerfið býður.
Athugið: Alltaf lægri litinn á undan.

Muna vel að 21-22 punktar eru 8 slagir í lit
.................... 23-24 ...................9 ..............
.................... 25-27 .................10 ..............
.................... 28-31 .................11 ..............
.................... 32-35 .................12 ..............
.................... 36+    .................13 ..............

Ath. Í grandsamningi er einum slagi minna.

Blackwood ásaspurning 4 Grönd

Svarið   5 Lauf     = Enginn
.............5 Tíglar   = 1 Ás
.............5 Hjörtu  = 2 Ásar
.............5 Spaðar = 3 Ásar

Ekki má telja eyðu sem ás.

Hér er ekki verið að kenna hvernig nota á upplýsingarnar
sem kerfið veitir, eða almenna spilamennsku í sókn og vörn.
Heldur er þér leiðbeint við að komast í réttan samning.

Athugið að afmelding er ætíð næsta sögn fyrir ofan opnun.
Ef makker opnar með einu hjarta þá lofar þú 4 spöðum og
jákvæðu svari ef þú segir tvo spaða (einn spaði væri
afmelding!), en þrír spaðar myndu lofa 6+ í litnum.


Sagnkerfið er hér til niðurhals og útprentunar - ýtið hér

No comments: