MatarréttirEndurbættur hafragrautur !

Ég hef útbúið Korngraut
sem alveg eins má kalla

Endurbættur hafragrautur

Magn fyrir einn:

1 glas Vatn sett í pott
2 matsk. Haframjöl
1 matsk. Flögur úr t.d. Bókhveiti
..eða Höfrum eða Rúg eða öðru korni
½ matsk. Hörfræ
½ matsk. Sesamfræ

(Á árinu 2012 tók ég upp þá venju
að leggja eina fulla teskeið af hörfræi, eina af
sesamfræi og chai fræi í vatn og látið liggja
þannig yfir nótt. Fræjunum svo hellt á diskinn
ósoðnum, auðvitað! ásamt grautnum)

Kveikt undir pottinum og síðan tekið til við
að setja eftirfarandi á diskinn og betra að
hafa hraðann á til að vera búin áður en suðan
kemur upp:
40-50 rúsínur
5-6 möndlur
5-6 döðlur skornar niður í bita
Um leið og suðan kemur upp er potturinn tekin
af hellunni og grautnum hellt á diskinn sem þá
mýkir upp rúsínurnar, möndlurnar og döðlurnar.
Nota má sojamjólk eða venjulega mjólk eftir smekk.

Afbragðs grautur og góð undirstaða fyrir daginn.
(Ég mæli ekki með salti – hef aldrei notað það
með þessum graut – enda orðin úreltur siður að
minni hyggju.)

Fékk tillögu að endurbót sem kemur hér:Setja fjallagrös, þurrkuð og/eða möluð í
pottinn og látinn sjóða (fáeinar sek.) með korninu.
Frábær viðbót og bragðið verður annað.


Rifnar kartöflur steiktar á pönnu

Fljólegur og góður réttur.

Kartöflur rifnar niður og settar í klatta
á pönnu og steikt í matarolíu.
Stráið jurtasalti yfir og þegar kartöflurnar
eru orðnar ljósbrúnar skal snúa þeim við og
sett ein ostsneið ofan á hvern klatta.
Setja t.d. þrjá klatta á disk og í miðjuna
gott magn af maiskorni.

Úrvals matur segja bragðlaukarnir og vitsmunirnir !Spínatbaka með gráðaosti

Þessa uppskrift rakst ég á fyrir nokkru og
fannst tilvalið að koma henni á framfæri.
Spínatbaka er tilvalin sem matarbiti í
kaffiboði, svo fólk geti fengið staðfastan
grunn á undan kökunum sem alltaf eru
fyrirferðarmiklar. Legg ég áherslu á að
hafa spínatið vel í látið en kökubotninn
má gjarnan vera þunnur svo spínatið njóti
sín sem best. Það er hvort eð er aðalmaturinn.

Uppskriftin er fyrir sex til átta manns og er
ljúffengur réttur hvort sem er í forrétt eða sem
meðlæti með aðalrétt eða alveg eins sem
sjálfstæðan rétt eða eins og ég segi í upphafi,
sem góða fyllingu í kaffiboði.

750 g smjördeig, frosið
300 g gráðaostur
300 g spínat
50 g furuhnetur
2 egg
1 eggjarauð
1 msk maizenamjöl
½ dl rjómi
50 g rifinn ostur

Látið smjördeigið þiðna og saxið spínatið.
Steikið spínatið í olíu ásamt hvítlauk. Saltið
Og piprið. Bætið hnetunum út í. Hitið rjómann
Í pott, bætið niðurskornum gráðaostinum við
og hellið blöndunni yfir spínatið. Kælið í smástund.
Bætið þá 2 eggjum við og rifna ostinum.
Smjördeiginu er rúllað út í u.þ.b. 40x50sm
Skerið nokkra strimla af sem punt. Spínatblandan
Er sett í miðjuna og smjördeiginu rúllað utanum hana.
Brettið inn af endunum til að fyllingin fljóti ekki
Út úr. Hrærið eggjarauðuna með örlitlu vatni og
Penslið smjördeigið.Skreytið með afskorningunum
af smjördeiginu og penslið aftur yfir. Klæðið
bökunarplötu með bökunarpappír og bakið bökuna
við 200°C í 40-50 mín. Þar til hún er
gullinbrún og stinn. Þá er hún kæld og skorin í sneiðar.Grískt Mousaka
Fyrir fjóra

2 eggaldin
2 soðnar kartöflur í sneiðum
300 gr. Hakkað sojakjöt
1 laukur saxaður
2 hvítlauksrif söxuð
3 matskeiðar tómatpurre
2 desil. Vatn ca.
1 grænmetisteningur
salt, pipar, oregano.
Olívuolía
Rifinn ostur


Bechamelsósa: 1 matsk. Smjör og 2 matsk. Hveiti bakað upp
með 1 dl. rjóma
+ 3 dl. mjólk, bragðbætt með salti, pipar og svolítið sinnep.
Tekið af hellunni og vel þeytt egg sett út í.
Sósan hituð í stutta stund (má ekki sjóða), þar til hún þykknar.

Eggaldin skorin eftir lengdinni í sneiðar, sem steiktar eru
brúnar í smá olíu báðu megin. Helmingurinn látin í botninn
á eldföstu fati. Smá olía sett á pönnuna og laukur og hvítlaukur
látin krauma og síðan sojahakk sett út í í smá stund.
Tómatpurre, vatni og kryddi blandað saman við. Látið malla
í smá stund.
Sett yfir eggaldinið í fatinu. Hinn helmingurinn af eggaldinu
sett yfir. Sósunni hellt þar yfir. Rifnum osti stráð yfir í lokin.
Bakað við 225° í 15 til 20 mín.

Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og grænmetissalati.

Mjög góð grænmetissúpa

Þessa uppskrift rakst ég á fyrir nokkru
þegar ég leitaði að einhverju sem hæfði
matarhorninu okkar..

2-3 laukar
Olía til steikingar
1 stór matskeið karrí
Hálf matskeið túrmerik
1 teskeið smátt skorið ferskt engifer
1/3 hluti af gúrku
1 rauð papríka
2 gulrætur (annað grænmeti ef vill)
1 dós niðursoðnir tómatar (skornir)
Hálfur til 1 lítri vatn
1 matskeið tómatpúrra
½ teskeið chili-pipar-mauk
Grænmetiskraftur
Nýmalaður svartur pipar.

Allt grænmetið skorið niður. Mýkja laukinn
Í olíu í potti. Karrí, turmerik og engifer steikt
aðeins í lauknum. Öllu grænmetinu hellt út
í og svissað aðeins. Vatnið, tómatar og annað
krydd látið vaða í kjölfarið í pottinn.
Látið malla/sjóða í nokkrar mínútur. Gæta þess
Að sjóða súpuna ekki of lengi, því gott er að
hafa grænmetið aðeins stökkt. Á sparidögum má
enda á því að setja smávegis rjóma og ef vill
handfylli af rækjum.


Ofurfæða í blandarann!
 
Blandarinn gefur mikla möguleika til að framreiða
mjög holla fæðu sem ella myndi aldrei lenda í okkar
maga, alla vega ekki ósoðið eins og hér á sér stað.

Þær tegundir sem standa undir því að kallast ofurfæða
eru: Rauðrófur, engiferrót og spínat - allt ósoðið.Hér hefur verið tekið til það magn sem skera skal niður.
Innihald fyrir 3 glös:
1 glas vatn         sett í blandarann í upphafi
1 til 2 gulrætur, eftir smekk
1 biti engiferrót, eftir smekk
1 biti rauðrófa, eftir smekk
2 bitar blómkál, eftir smekk
Spínat, eftir smekk
Kókósmjólk, 1/3 úr dós
Rísmjólk, 1/3 úr glasi (smáskvetta)
Döðlur, 5 stk til að gera ljúfara á bragðið
Allt saxað niður og sett í blandarann og látið mixa. 

Gott á bragðið og bráðhollt!

No comments: